Frumbyggjar kaupa hlut í fiskvinnslu í Sandgerði

Í vinnslunni hjá AG-Seafood í Sandgerði Frumbyggjafyrirtæki í Alaska hefur …
Í vinnslunni hjá AG-Seafood í Sandgerði Frumbyggjafyrirtæki í Alaska hefur keypt 25% hlut í félaginu. Ljosmynd/AG-Seafood

Bandaríska frumbyggjafyrirtækið Sealaska hefur fest kaup á 60% hlut í sölufyrirtækinu IceMar ehf. í Reykjanesbæ og 25% hlut í fiskvinnslunni AG-Seafood í Sandgerði. Kaupin eru sögð hluti af stefnu Sealaska er snýr að því að hlúa að heilnæmi hafsins á tímum sem eftirspurn eftir sjálfbærum sjávarafurðum fer vaxandi.

„Að fá Sealaska í eigendahóp IceMar og AG-Seafood mun styrkja alla markaðssetningu og dreifingu afurða frá Íslandi. Sealaska hefur kynnt sér innviði íslensks sjávarútvegs og eru þau afar hrifin af þeim ábyrgu fiskveiðum sem við Íslendingar stundum og einnig þeim metnaði og krafti sem einkennir iðnaðinn hér heima,“ segir Gunnar Örlygsson, framkvæmdastjóri IceMar.

Sealaska er samvinnufélag þjóðflokkanna Tlingit, Haida og Tsimshian og telja hluthafar 23 þúsund. Félagið var stofnað 1972 og hefur umsjón með tæplega 1.500 ferkílómetra af landi sem veitt var þjóðflokkunum þremur af bandarískum stjórnvöldum 1971. Höfuðstöðvar samstæðunnar eru í Juneau í Alaska  og hefur velta hennar sexfaldast frá 2015.

Gunnar Örlygsson, framkvæmdastjóri IceMar.
Gunnar Örlygsson, framkvæmdastjóri IceMar.

Kaupverðið trúnaðarmál

IceMar var stofnað af Gunnari sem mun halda áfram sem framkvæmdastjóri þess og er hann einnig minnihlutaeigandi í AG-Seafood en þar hefur Arthur Galvez verið stærsti hluthafi og mun Arthur áfram stýra þeim rekstri. Báðir eru þeir hluthafar í AG eignum ehf. sem búa yfir samanlögðu aflamarki sem nemur 30 þorskígildistonnum og gerir út línu- og netabátinn Ölla Krók GK-211.

Spurður um kaupverð segir Gunnar það vera trúnaðarmál, en samkvæmt ársreikningaskrá námu rekstrartekjur AG-Seafood í fyrra tæplega 1,38 milljörðum króna og voru tekjur IceMar 242 milljónir króna árið 2019.

Sameiginleg velta samstæðu Sealaska í sjávarútvegi er nærri 100 milljörðum króna og hefur hún aukist mikið undanfarin ár. „Öll þeirra nálgun er heilbrigð í orði og verki, þá bæði gagnvart umhverfinu sem og neytendunum sjálfum,“ segir Gunnar.

Sealaska á meðal annars Barnacle Foods sem vinnur ýmis matvæli …
Sealaska á meðal annars Barnacle Foods sem vinnur ýmis matvæli úr þara. Ljósmynd/Sealaska

Stefnan sett á Bandaríkin

„Við eigum í dag viðskipti við fjölmörg sterk sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, ég á von á því að umsvifin muni aukast á næstunni. Hugmyndir eru uppi um öfluga uppbyggingu, þá sér í lagi til að byrja með í Bandaríkjunum og Kanada.

Staða Sealaska á Bretlandsmarkaði er einnig sterk í gegnum eignarhald félagsins í New England Seafoods (NESI) sem starfrækir þrjár verksmiðjur í London og Grimsby. Við höfum verið birgjar NESI í langan tíma og átt með þeim frábært samstarf,“ útskýrir Gunnar er hann er spurður hvaða merkingu það mun hafa að fá Sealaska í reksturinn.

Í tilkynningu á vef Sealaska kveðst fyrirtækið með fjárfestingunni á Íslandi vera að styðja við áherslu sína á neytendamiðaða framleiðslu á kældum hágæðaafurðum. Fyrsta skrefið í þá átt hafi verið kaupin á NESI í október í fyrra. „Aðgerðin eykur getu fyrirtækisins til að veita alþjóðlega samþætta vinnslu á heimsmælikvarða og matvæli frá best stjórnuðu fiskveiðum heims.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.100 kg
Ýsa 114 kg
Steinbítur 57 kg
Keila 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.277 kg
1.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.183 kg
Ýsa 242 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.462 kg
1.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 9.046 kg
Þorskur 879 kg
Ýsa 57 kg
Keila 35 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 10.032 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.100 kg
Ýsa 114 kg
Steinbítur 57 kg
Keila 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.277 kg
1.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.183 kg
Ýsa 242 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.462 kg
1.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 9.046 kg
Þorskur 879 kg
Ýsa 57 kg
Keila 35 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 10.032 kg

Skoða allar landanir »