Óvænt ástríða fyrir netagerð faginu til bjargar

Rut Jónsdóttir óttast að netagerðarfagið geti lagst af sem iðngrein …
Rut Jónsdóttir óttast að netagerðarfagið geti lagst af sem iðngrein og nýtir því frítímann í að kenna næstu kynslóð netagerðarfólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það gerast óvæntir hlutir í lífi okkar flestra en sjaldgæfara er að hefja störf við eitthvað sem maður hefur lofað sjálfum sér að gera aldrei. Það gerði þó Rut Jónsdóttir, sölustjóri veiðarfæraefnis hjá Hampiðjunni, og kennir hún nú næstu kynslóð netagerðarfólks handtökin.

Það er enginn vafi um að Rut þekki sitt fag enda „fædd og uppalin á netaverkstæði“ eins og hún orðar það.

„Afi, pabbi og frændi minn og hellingur af ættmönnum hafa verið netagerðarmenn. Það var yfirleitt einn dagur í viku sem pabbi var í fríi og þá svaf hann yfirleitt á sófanum og ég ætlaði aldrei að verða netagerðarmaður, þetta var allt of mikil vinna. En svo þegar ég er sautján ára þá spyr ökukennarinn minn í Hafnarfirði af hverju ég skrifi ekki bara undir samning bara í gamni. Ég svaraði að ég gæti alveg eins gert það, ég var svo óákveðin um hvað ég ætlaði að gera. Svo tíu árum seinna kláraði ég sveinspróf og tók meistarann beint í framhaldi af því,“ útskýrir hún í viðtali í blaði 200 mílna.

Unnið að nót í húsakynnum Hampiðjunnar í Neskaupstað.
Unnið að nót í húsakynnum Hampiðjunnar í Neskaupstað. Ljósmynd/Hampiðjan Neskaupstað

Vænt um fagið

Rut hóf netagerðarferilinn á verkstæði föður síns en hann seldi sig út árið 2007 til Ísfells og hóf hún þá störf þar. Árið 2012 fékk hún atvinnutilboð frá Tornet sem var með starfsstöðvar í Hafnarfirði og í Las Palmas í Kanaríeyjum. „Ég og maðurinn minn fluttum til Las Palmas og bjuggum þar í fjögur ár. Las Palmas á ansi stóran stað í hjarta mínu. Þegar við komum heim 2016 bauðst mér starf hjá Hampiðjunni.“

Ekki dugar að sinna eigin starfi því ástríðan fyrir netagerð er svo mikil að hún hefur ákveðið að tryggja faginu framtíð. „Ég hef tekið að mér verkefni hjá Fisktækniskólanum. Veiðarfæratækni er iðngrein á Íslandi og Fisktækniskólinn sér um hluta af því námi og ég er að vinna sem leiðbeinandi þar um kvöld og helgar. Mér finnst eins og það sé hætta á að þessi grein sé að deyja út og því vildi ég sinna þessu betur en vinnan tekur mikið pláss.

Lesa má viðtalið við Rut Jónsdóttur í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 2.780 kg
Skarkoli 89 kg
Rauðmagi 64 kg
Þorskur 45 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.988 kg
1.5.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.829 kg
Rauðmagi 35 kg
Skarkoli 29 kg
Þorskur 23 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.939 kg
1.5.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Þorskur 67 kg
Ufsi 58 kg
Samtals 1.192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 2.780 kg
Skarkoli 89 kg
Rauðmagi 64 kg
Þorskur 45 kg
Steinbítur 10 kg
Samtals 2.988 kg
1.5.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.829 kg
Rauðmagi 35 kg
Skarkoli 29 kg
Þorskur 23 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 1.939 kg
1.5.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.067 kg
Þorskur 67 kg
Ufsi 58 kg
Samtals 1.192 kg

Skoða allar landanir »