Hrygningarstofn þorsks minnkar lítillega

Netarall Hafrannsóknastofnunar fór fram 28. mars til 22. apríl.
Netarall Hafrannsóknastofnunar fór fram 28. mars til 22. apríl. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

„Stofnvísitala hrygningarþorsks við Ísland er há í ár eins og hún hefur verðið síðastliðin 13 ár, en er heldur lægri en í fyrra,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar vegna stofnmælingu hrygningarþorsks með þorskanetum (netarall) sem fram fór 28. mars til 22. apríl.

Í skýrslunni, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, segir að lækkunina megi að mestu rekja til þess að minna fékkst í Fjörunni sem er svæðið meðfram strandlengjunni frá Grindavík í vestri til Dyrhólaeyjar í austri. Einnig hafi fengist minna á Selvogsbanka sem eru fiskimiðin vestur af Vestmannaeyjum og suður af Þorlákshöfn.

Álgengastur var þorskur sjö til níu ára og var mest af átta ára þorski. „Ástand þorsks er um eða undir meðaltali tímabilsins 1996-2023. Talsverður breytileiki er þó á ástandi á milli svæða, aldurshópa og lengdarflokka. Verulegar breytingar hafa orðið á meðalþyngd þorsks eftir aldri á rannsóknartímanum. Meðalþyngd fór að hækka árið 2010 við vestanvert landið og við Norðurland, en hefur lækkað aftur síðustu ár. Meðalþyngd þorsks eftir aldri við Suðausturland var há í upphafi rannsóknartímans, fór síðan lækkandi en hefur hækkað aftur. Kynþroskahlutfall eftir aldri breytist lítið hjá algengustu aldurshópum milli ára.“

Aldrei heærri í skarkola og skrápflúru

Þá segir að stofnvísitala ufsa í netaralli hafi verið há flest ár frá árinu 2016 og er svipuð í ár ef undanskilið er árið 2019 þegar vísitalan náði hámarki. Tiltölulega litlar breytingar eru á stofnvísitölu ufsa milli ára, en hún hækkar aðeins í Faxaflóa, Fjörunni og við Suðausturland.

Vísitala ýsu hefur verið há síðustu sjö ár. Vísitölur löngu,keilu og steinbíts eru hærri en undanfarin ár. Vísitölur skarkola og skrápflúru eru þær hæstu frá upphafi en vísitala hrognkelsis lækkar áfram frá hámarki árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 188,40 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,31 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,57 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.908 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 188,40 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,31 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,57 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.908 kg

Skoða allar landanir »