Jónas nýr sviðsstjóri hjá Hafró

Jónas Páll Jónasson er nýr sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Jónas Páll Jónasson er nýr sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar mbl.is/Hákon

Jónas Páll Jónasson hefur tekið við starfi sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hann hefur starfað á botnsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2011, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Jónas hefur borið ábyrgð á og sinnt rannsóknum og stofnmati fyrir humar, hörpudisk og sæbjúgu. Jafnframt hefur Jónas tekið að sér ráðgjöf og rannsóknavinnu fyrir aðra hryggleysingja ásamt rannsóknum á bolfiskum.

Auk þess hefur Jónas haft umsjón með og kennir á stofnmatslínu sjávarútvegsskóla GRÓ-FTP sem hefur aðsetur á Hafrannsóknastofnun.

Jónas tekur við af Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur en hún tók við af Guðmundi Þórðarsyni á síðasta ári.

Stór verkefni

Botnsjávarsvið sinnir vöktun og rannsóknum á botnlægum tegundum, allt frá helstu nytjategund Íslendinga, þorskinum, til viðkvæmra og flókinna búsvæða.

„Við erum búin að vera í varnarbaráttu nokkuð lengi. Bæði hvað varðar almennar rannsóknir og einnig vöktun margra minni stofna. Á sama tíma hafa kröfur samfélagsins og áhugi á vannýttum stofnum aukist. Stór verkefni bíða sviðsins við skipulagningu nýtingar við Íslands, eins og áherslur stjórnvalda um friðun 30% hafsvæða fyrir árið 2030. Þessi verkefni passa vel innan þess ramma sem Hafrannsóknastofnun hefur verið að sinna, eftir bestu getu,“ er haft eftir Jónasi.

„Vonandi getum við eflt starfsemina á þessum sviðum, bæði með auknu fjármagni og styrkjafé,“ segir hann.

Uppfært klukkan 10:09: Upphaflega sagði að Jónas hafi tekið við af Guðmundi Þórðarsyni en rétt er að hann tekur við af Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur. Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.908 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.908 kg

Skoða allar landanir »