„Það er ekki 1980 lengur“

Lögreglan hefur ekki tekið ákvörðun um næstu skref.
Lögreglan hefur ekki tekið ákvörðun um næstu skref. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það verður bara biðstaða þar til ekki verður hægt að vera með biðstöðu lengur. Sem getur verið eftir einn dag eða viku, það bara kemur í ljós,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um næstu skref lögreglunnar vegna mótmæla við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9. 

Tvær konur hafa hlekkjað sig fastar í hreiðrum mastranna á hvalveiðiskipunum, til þess að mótmæla ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar. Konurnar hafa staðið í hreiðrum mastranna síðan snemma í morgun og hvalveiðiskipin, sem áttu að fara af stað klukkan 11:59 í morgun, liggja enn við bryggju.

Samningahópur lögreglunnar fór um borð um klukkan 18 í kvöld.
Samningahópur lögreglunnar fór um borð um klukkan 18 í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bíða eftir því að þær komi niður

Fjöldi fólks hefur mætt á svæðið til þess að sýna stuðning en lögregla og sérsveit hafa verið við aðgerðir á vettvangi síðan í morgun. Lögregla hefur m.a. klifrað upp til mótmælendanna í tvígang til þess að ræða við þær. Það reyndist þó ekki skila miklum árangri því enn standa konurnar tvær upp í möstrunum.

Aðspurður segir Ásgeir í raun ekki vera nein næstu skref, önnur en að bíða. 

„Við erum bara að bíða eftir því að þær komi niður,“ segir hann. Spurður hversu lengi verður beðið, áður en gripið verður til aðgerða segir Ásgeir ekkert ákveðið í þeim efnum, en segir þó að það geti alveg farið svo að beðið verði með aðgerðir í viku. 

Fá mat þegar þær koma niður 

Lögregla lagði hald á matarbirgðir annarrar konunnar í morgun og hafa vinir hennar síðan þá reynt að koma til hennar matarbirgðum. Spurður hvort að tekin hafi verið ákvörðun um að færa þeim mat segir Ásgeir að þær fái mat um leið og þær koma niður. 

„Þær eru þarna í óleyfi en um leið og þær koma til okkar þá verða þær færðar á lögreglustöð, tekin af þeim stutt skýrsla og svo bara geta þær gert hvað sem þær vilja,“ segir Ásgeir. 

Verður þá ekki farið með mat til þeirra?

„Nei,“ segir Ásgeir. 

En getur Hvalur hf. tekið ákvörðun um að sigla með þær þarna uppi?

Ásgeir var undrandi á spurningu blaðamanns en sagði svo: „Nei það geri ég ekki ráð fyrir, það er ekki 1980 lengur.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 423,72 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 208,65 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 141,92 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 208,13 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.5.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 492 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 509 kg
8.5.24 Sæli AK 173 Handfæri
Þorskur 799 kg
Ufsi 38 kg
Karfi 2 kg
Samtals 839 kg
8.5.24 Snarfari II Handfæri
Þorskur 718 kg
Ufsi 71 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 794 kg
8.5.24 Sigurfari AK 95 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 4 kg
Samtals 766 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 423,72 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 208,65 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 141,92 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 208,13 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.5.24 Viðvík SH 119 Handfæri
Þorskur 492 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 509 kg
8.5.24 Sæli AK 173 Handfæri
Þorskur 799 kg
Ufsi 38 kg
Karfi 2 kg
Samtals 839 kg
8.5.24 Snarfari II Handfæri
Þorskur 718 kg
Ufsi 71 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 794 kg
8.5.24 Sigurfari AK 95 Handfæri
Þorskur 762 kg
Karfi 4 kg
Samtals 766 kg

Skoða allar landanir »