Vilja viðskiptaaðgerðir gegn Noregi og Færeyjum

Írska uppsjávarskipið Brendelen. Samtök evrópskra útgerða gagnrýna aukningu í útgáfu …
Írska uppsjávarskipið Brendelen. Samtök evrópskra útgerða gagnrýna aukningu í útgáfu veiðiheimilda í makríl af hálfu Færeyinga og Norðmanna. Ljósmynd/skagman

Samtök evrópskra útgerða (Europêche) gagnrýna harðlega norsk og færeysk yfirvöld fyrir að halda áfram að gefa út óhóflegar veiðiheimildir í makríl bæði einhliða og á óréttmætum grundvelli sem leiðir til áframhaldandi ofveiði á stofninum. Jafnframt saka samtökin Norðmenn um að „prenta peninga“ í þeim skilningi að nýta óréttmætar veiðiheimildir sem skiptimynt í samningum við Breta.

„Þess vegna hvetur greinin innan ESB enn og aftur eindregið framkvæmdastjórn ESB og ráðherraráð ESB til að grípa til áþreifanlegra aðgerða gegn þessum starfsháttum og nýta þau tæki sem þeir hafa yfir að ráða, svo sem valdar viðskiptaaðgerðir,“ segir í yfirlýsingu Europêche sem birt var nýverið á vef samtakanna.

Útspilið kemur í aðdraganda viðræðna strandríkja sem standa yfir í september og október.

Langt umfram ráðgjöf

Samkomulag er milli strandríkja sem stunda makrílveiðar um að útgefnar veiðiheimildir byggi á ráðgjöf vísindamanna um hámarksveiði, en ekkert samkomulag er um hlutdeildir ríkja og gefa þau því út kvóta einhliða.

Ísland hefur gert kröfu um 16,4% hlut í veiðunum og hefur því veitt íslenskum útgerðum veiðiheimildir sem nema því hlutfalli af ráðgjöf. Þá hefur Grænland gert tilkall til 7% hlutdeildar, Evrópusambandið 23,5%, Bretar 27% og Rússar um 14%. Athygli vakti hins vegar í aðdraganda vertíðarinnar í sumar að Noregur og Færeyjar einhliða juku hlutdeild sína um 55% og krefjast Norðmenn 34,95% og Færeyingar 19,6%. Var því úthlutað veiðiheimildum sem nemur rúmlega 145% af ráðfgjöf vísindamanna um hámarksafla.

Prentuðu gjaldmiðilinn sjálfir

Í sumar undirrituðu norsk yfirvöld samkomulag við Bretland um að norsk skip fengu að veiða allt að 60% af aflaheimildum sínum í breksri lögsögu gegn því að Bretar fá þrjú prósentustig af hlutdeild Norðmanna.

„Þessi samningur mun ekki hafa nein áhrif á ofveiðina nema Bretar ákveði að nýta ekki viðbótarmakrílinn sem þeir fengu. Norðmenn prentuðu gjaldmiðilinn sjálfir og borguðu síðan með honum,“ segir í yfirlýsingu Europêche.

Telja samtökin að ljóst hafi orðið í apríl að „einhverjir aðilar myndu halda áfram að setja óhóflega, óréttmæta einhliða kvóta, sem myndi leiða til þess að enn eitt ár yrði afla umfram leyfilegan heildarafla sem ákveðinn hefur verið í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast, þar sem Noregur og Færeyjar hafa aftur blásið upp upphafskvóta sína um 55%.“

Saka þau Færeyinga um að stunda veiðar á alþjóðlegu hafsvæði á fæðusvæði makríls að sumri þegar fiskurinn er illa á sig kominn í kjölfar hrygningagöngu til að réttlæta hlutdeild sína. Þetta geri það að verkum að 2/3 aflans verði að nýta í fiskimjöl og lýsi. Benda samtökin á að sömu sögu sé að segja af veiðum Íslendinga. „Þetta var auðveldað enn frekar af Noregi þar sem miklu af þessum fiski var landað með leyfi færeysku landsstjórnarinnar á tímabilinu 26. júlí til 31. ágúst. Þetta er sóun sem mun hafa langvarandi og skaðleg áhrif á makrílstofninn.“

Tim Heddema, talsmaður evrópskra uppsjávarútgerða, segir í yfirlýsingunni að aflaheimidlir sem norsk og færeysk stjórnvöld úthluta til sinna skipa sé fordæmalaust og ljóst að aðferðafræði ríkjanna um að byggja á svokallaðri svæðistengingu stofsnins sé „nálgun sem vísindamenn frá öllum strandríkjum telja mjög gallaða, er enn óásættanleg og vinnur gegn viðleitni til að ná fram alhliða-samningi.“

„Við endurtökum brýnt ákall okkar um tafarlaus viðbrögð ESB til að stöðva áframhaldandi ósjálfbæra og óábyrga hegðun Norðmanna og Færeyinga, til að koma í veg fyrir frekari ofveiði á stofni sem er einn sá mikilvægasti og verðmætasti fyrir ESB,“ segir Heddema.

Rifrildi við Íra

Fyrr í mánuðinum gáfu írskir fiskiframleiðendur út sambærilega yfirlýsingu þar sem Norðmenn voru sakaði um að gefa út veiðiheimildir í makríl með „óábyrgum“ hætti.

Seafood Source hafði nýverið eftir Vidar Ulriksen, ríkisritari/aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra (n. statssekretær) Noregs, að aðgerir norskra yfirvalda væru forsvaranlegar á grundvelli svæðisbindingar makríls innan norsku lögsögunnar. Visaði hann til þess að viðverutími makríls í norskri lögsögu hefði aukist með breyttu gögnumynstri.

Eins og fyrr segir viðurkenna önnur strandríki ekki svæðisbindingarnálgun norskra yfirvalda.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.23 528,30 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.23 423,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.23 320,82 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.23 279,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.23 276,10 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.23 282,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.23 278,95 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.23 Háey Ii Lína
Þorskur 1.831 kg
Ýsa 1.053 kg
Samtals 2.884 kg
26.9.23 Breki VE 61 Botnvarpa
Langa 1.485 kg
Steinbítur 967 kg
Samtals 2.452 kg
26.9.23 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.677 kg
Samtals 2.677 kg
26.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.111 kg
Ufsi 797 kg
Ýsa 667 kg
Samtals 2.575 kg
26.9.23 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 19.288 kg
Samtals 19.288 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.9.23 528,30 kr/kg
Þorskur, slægður 26.9.23 423,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.9.23 320,82 kr/kg
Ýsa, slægð 26.9.23 279,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.9.23 276,10 kr/kg
Ufsi, slægður 26.9.23 282,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 26.9.23 278,95 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.9.23 Háey Ii Lína
Þorskur 1.831 kg
Ýsa 1.053 kg
Samtals 2.884 kg
26.9.23 Breki VE 61 Botnvarpa
Langa 1.485 kg
Steinbítur 967 kg
Samtals 2.452 kg
26.9.23 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 2.677 kg
Samtals 2.677 kg
26.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.111 kg
Ufsi 797 kg
Ýsa 667 kg
Samtals 2.575 kg
26.9.23 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 19.288 kg
Samtals 19.288 kg

Skoða allar landanir »