Arnarlax fær leyfi fyrir seiðastöð við Tálknafjörð

Seiðeldisstöð Arnarlax að Hallkeslhólum. Félagið stefnir að því að koma …
Seiðeldisstöð Arnarlax að Hallkeslhólum. Félagið stefnir að því að koma upp annari seiðastöð að Gilseyri við Tálknafjörð. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Matvælastofnun hefur veitt Arnarlax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi að Gileyri við Tálknafjörð. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á laxi og bleikju sem síðar verða sett út í sjókvíar félagsins til áframeldis.

Fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar að Arnarlax hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi í júní 2022. Er vakin athygli á að starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Tillaga Matvælastofnunar um að rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar þann 8. nóvember 2023. Við auglýsingu tillögu að nýju rekstrarleyfi var tilkynnt um að frestur til að skila inn athugasemdum var 6. desember 2023, en engin athugasemd barst vegna tillögunnar.

Lítil hætta talin á sleppingum

Óskað var eftir umsögnum frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun og Tálknafjarðarhrepp þann 14. nóvember 2022. Hvorki Tálknafjarðarhreppur né Hafrannsóknastofnun skilaði umsögn vegna málsins.

Í umsögn Fiskistofu frá 24. febrúar kemur fram að stofnunin telur að þar sem um landeldi sé að ræða sé ekki mikil hætta á að smit berist í villta stofna og hægt sé að bregðast við ef sjúkdómar koma upp í eldisstöðinni og varna því að smit berist frá stöðinni. Fiskistofa bendir á að mikilvægt sé að huga sérstaklega að því að affall frá stöðinni sé þannig útbúið að fiskar sleppi ekki úr stöðinni.

„Matvælastofnun bendir á að í rekstrarleyfum fiskeldisstöðva á landi er skilyrði að stöð sé útbúin búnaði sem kemur í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskari og búnaði staðsettum í frárennsli stöðvar sem fangar fisk sem sleppur. Búnaður eldisstöðvarinnar er þannig að í öllum körum eru ristar til að hindra að fiskur geti strokið og einnig eru ristar í brunnum sem dauðfiskur safnast í. Óverulegar líkur eru taldar á stroki úr stöðinni þegar tillit er tekið til varnarbúnaðar í körum og í frárennsli stöðvarinnar,“ segir í greinargerð Matvælastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.679 kg
Þorskur 78 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 1.767 kg
29.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.449 kg
Samtals 1.449 kg
29.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.249 kg
Þorskur 75 kg
Samtals 1.324 kg
29.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 7.803 kg
Samtals 7.803 kg
29.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 2.321 kg
Þorskur 351 kg
Skarkoli 42 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.723 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.679 kg
Þorskur 78 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 1.767 kg
29.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.449 kg
Samtals 1.449 kg
29.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.249 kg
Þorskur 75 kg
Samtals 1.324 kg
29.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 7.803 kg
Samtals 7.803 kg
29.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 2.321 kg
Þorskur 351 kg
Skarkoli 42 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.723 kg

Skoða allar landanir »