Hægt á kolmunnaveiðum við Rockall

Beitir náði 1.100 tonnum af kolmunna og landaði síðastliðna helgi …
Beitir náði 1.100 tonnum af kolmunna og landaði síðastliðna helgi í Neskaupstað. Áhöfnin er nú komin í verðskuldað páskaleyfi. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Dregið hefur úr kolmunnaveiðunum á miðunum suðvestur af Rockall. „Það kemur ekki á óvart að sé að draga úr veiðinni þarna á þessum tíma og má segja að það sé í samræmi við reynslu fyrri ára,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

Beitir lagði við bryggju í Neskaupstað aðfararnótt laugardags með 1.100 tonn af kolmunna. „Við fengum þessi 1.100 tonn í fjórum holum. Fyrstu tvö holin voru ágæt en hin síðari mjög léleg,“ segir Tómas.

Þegar Beitir mætti á miðin við Rockall var Hoffell SU að klára sinn túr, að sögn skipstjórans sem telur engin íslensk skip séu á veiðum á svæðinu núna.

„Hinsvegar voru þarna þrjú rússnesk skip og ein fjögur færeysk þegar við lögðum af stað heim á leið. Síðan eru Norðmenn að veiðum innan ESB- lögsögunnar og sennilega írsk skip einnig. Við fengum virkilegt leiðindaveður á heimleiðinni rétt áður en komið var í íslenska lögsögu. Þarna var 40 metra vindur og 14 metra ölduhæð. Það gekk mikið á meðan þetta stóð yfir,“ útskýrir Tómas.

Næst á dagskrá hjá áhöfninni á Beiti er verðskuldað páskaleyfi og er gert ráð fyrir að haldið verði til kolmunnaveiða á ný í byrjun apríl, en þá í færeyskri lögsögu. „Menn eru bjartsýnir á veiðina í færeysku og það var svo sannarlega fín viðbót að taka kolmunnatúra niður á Rockall,” segir Tómas í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,96 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.711 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 1.841 kg
26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,96 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.711 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 1.841 kg
26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg

Skoða allar landanir »