Hvað ætli sé hægt að gera um helgina?

Sprengju-Kata heillar börn og fullorðna með uppátækjum sínum.
Sprengju-Kata heillar börn og fullorðna með uppátækjum sínum. mbl.is/Ófeigur

Af nægu er að taka þegar finna þarf eitthvað skemmtilegt um helgina. Dagskráin þarf reyndar ekki að vera skipulögð fyrir alla heldur er hægt að finna upp á hinu og þessu að gera. Veðurstofan spáir reyndar ekkert sérstaklega skemmtilegu veðri; rigningu á höfuðborgarsvæðinu eins og á mestöllu Suðurlandi.

Þótt ekki séu margir skipulagðir viðburðir í borginni og á höfuðborgarsvæðinu er margt hægt að gera ef þið klæðið ykkur vel.

Nokkrar hugmyndir

 • Ef veðrið er alveg bærilegt og vetrarfötin orðin þurr eftir sumarið er upplagt að fara út að plokka rusl. Af nægu er að taka. Hér er hægt að lesa um plokkið.

 • Pálína mælir alltaf með því að fjölskyldan fari út saman og geri eitthvað skemmtilegt úti í náttúrunni. Sjálf stefndi hún að því með manni sínum og börnum að eiga 123 útistundir með mismunandi markmiðum allt árið. Hér er hægt að lesa um Pálinu og útvistarbókina sem hún skrifaði.

 • Hafið þið farið út í Gróttu? Ef ekki, þá er kominn tími til að gera það. Ef þið hafið farið þangað er upplagt að fara aftur því engar tvær ferðir í Gróttu eru eins. Þið getið lesið hér um Gróttu.

 • Ef veðrið er alveg ægilegt þá þarf að gera eitthvað inni. Auðvitað er gott að nýta tímann og gera tiltektina að ævintýri. Það er alveg upplagt að skoða hvernig Áslaug Guðrúnardóttir tekur til í barnaherberginu.

 • Ef ykkur langar í ferðalag þá er Reykjanesið ægifagurt. Það er tilvalið að kíkja í Garðinn en þar er fín sundlaug. Tékkið á forvitnilegu ferðalagi um Garð.

 • Ef þið eruð alveg lens og hafið enga hugmynd um hvað þið eigið að taka ykkur fyrir hendur er alltaf hægt að fara í frisbígolf. Það er frábær íþrótt sem hægt er að stunda víða og sameina þar með útivist, hreyfingu og samskipti fjölskyldunnar.

 

Svona er helgin í viðburðadagatalinu: 

Laugardagur

 • Fjölskylduleiðsögn í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi – lesa meira hér

 • Bingó á Lindasafni í Kópavogi – lesa meira hér

 • Ókeypis tónleikar fyrir fjölskylduna í Kópavogi – lesa meira hér

 • Stjörnu-Sævar með líflega fræðslu um himingeiminn í bókasafninu í Kringlunni – lesa meira hér

 • Grafíksmiðja í Krakkaklúbbnum Krumma í Listasafni Íslands – lesa meira hér

Sunnudagur

 • Fjölskyldudagur hjá skátafélaginu Vífli í Garðabæ – lesa meira hér

 • Sprengju-Kata leiðir fjölskylduleiðsögn á Þjóðminjasafninu – lesa meira hér

Viðburðadagatal Fjölskyldunnar er unnið í samstarfi við viðburðavef fjölskyldunnar ÚllenDúllen
mbl.is