Sex kostir þess að eiga barn í desember

Það er ýmislegt sem vinnur með desemberbörnum.
Það er ýmislegt sem vinnur með desemberbörnum. mbl.is/Thinkstockphotos

Því er stundum haldið fram að fólk sem er fætt í desember gleymist. Flest fólk er upptekið í jóla- og áramótahaldi þannig ef afmælið er seint í mánuðnum er bara hent í einn stóran pakka og afmælið verður að jólaboði. Mirror greinir þó frá því að samkvæmt mjög vísindalegum og öðrum ónákvæmari rannsóknum séu desemberbörn framar öðru fólki á hinum ýmsu sviðum. 

Eru líklegri til þess að lifa lengur

Fólk sem er fætt er sagt líklegra til að ná að verða 105 ára eða eldra. 

Er gott fólk

Greint er frá könnun á meðal háskólanema sem sýnir að fólk sem er fætt í desember kvarti minna en annað fólk og er ekki með eins miklar skapsveiflur líkt og fólk sem fæðist á sumrin. 

Ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma

Samkvæmt viðamikilli bandarískri rannsókn eru desemberbörn ólíklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdómaa. 

Líklegri til að verða tannlæknar

Desemberbörn eru sögð líklegri til að verða tannlæknar. 

Morgunfólk

Það er sjaldan erfiðara að vakna en í desember en fólk sem er fætt í desember er þó sagt eiga auðvelt með það enda morgunmanneskjur upp til hópa. 

Mikið íþróttafólk

Fólk sem er fætt í vetrar-og haustmánuðum er sagt vera gott íþróttafólk. Vísindafólk er með þá kenningu að það sé vegna þess að mæður þeirra fá meira D-vítamín frá sólinni á meðgöngu sinni en mæður barna sem fæðast á vorin til dæmis. 

Mæður desemberbarna fá mikið D-vítamín frá sólinni á meðgöngunni.
Mæður desemberbarna fá mikið D-vítamín frá sólinni á meðgöngunni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert