Mæðgurnar ekki enn búnar að sættast

(F.v.) Leikkonan Lori Loughlin og dóttir hennar, Olivia Jade.
(F.v.) Leikkonan Lori Loughlin og dóttir hennar, Olivia Jade.

Samkvæmt heimildarmanni Entertainment Tonight eru leikkonan Lori Loughlin og dóttir hennar Olivia Jade Gianulli ekki búnar að sættast. Þær eiga þó reglulega samskipti en eru ekki orðnar jafn nánar og þær voru. 

Olivia Jade var fokreið út í foreldra sína eftir að upp komst að þau hefðu svindlað henni og systur hennar inn í góðan háskóla. Hún flutti út í kjölfarið og talaði ekki við mömmu sína í margar vikur. Olivia býr nú í sinnni eigin íbúð.

Áður en upp komst um háskólasvindlið svokallaða voru þær mæðgur mjög nánar en fjölskyldulífið er mjög stirt um þessar mundir. Olivia hafði einnig stefnt á feril sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, en í kjölfarið hættu mörg fyrirtæki í samstarfi með henni.

Upphaflega kenndi Olivia Jade foreldrum sínum alfarið um skandalinn, en samkvæmt heimildarmanni skilur hún núna að þau voru bara að reyna að gera það besta fyrir dætur sínar. 

Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Gianulli bíða nú réttarhalda, en þau komu fyrir dómara í vor þar sem þau sögðust vera saklaus. 

mbl.is