Maddox um ósættið við föður sinn Brad Pitt

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013 þegar …
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013 þegar allt lék í lyndi. mbl.is/AFP

Slúðurmiðillinn In Touch náði tali af elsta syni Brads Pitts og Angelinu Jolie á dögunum þar sem hann er í námi í Suður-Kóreu. ET! greinir frá því að á myndbandi frá slúðurmiðlinum tjái hann sig um föður sinn og gefi mjög óskýr svör. 

Maddox er fyrst spurður hvort systkini hans fimm séu spennt fyrir því að hann sé byrjaður í háskóla. 

„Já, ég held það,“ segir Maddox. 

Hann er svo spurður út í Pitt en blaðamaðurinn spyr hvort Pitt muni heimsækja hann í háskólann. 

„Ég veit ekki með það, hvað er í gangi,“ svarar Maddox. 

„Hvað sem gerist gerist,“ svaraði Maddox svo þegar hann var spurður enn frekar út í samband sitt við föður sinn. 

Því hefur verið haldið fram að feðgarnir hafi átt í afar slæmu sambandi eftir uppákomu á milli þeirra í flugvél árið 2016. Uppákoman leiddi til þess að Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt. 

Sonur stjarnanna er sagður hafa verið opnari um annað en föður sinn og sagðist vera að læra kóresku og kallaði sjálfan sig pönkaðdáanda.

Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Vivienne Marcheline …
Maddox Chivan Jolie-Pitt, Pax Thien Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Knox Leon Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt. mbl.is/AFP
mbl.is