Vill þrjú börn í viðbót en Kim komin með nóg

Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn.
Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West sagði við spjallþáttastjórnandann James Corden á dögunum að hann vildi eignast sjö börn. Hann og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian eiga nú þegar fjögur börn og er Kardashian komin með nóg ef marka má nýleg ummæli hennar. 

Corden spurði West hvort að hann væri viss um að hann vildi eiga sjö börn og hvort hann væri búinn að ræða þetta við eiginkonu sína. Svaraði West játandi. 

Fer þetta nokkuð á svig við það sem Kardashian sagði við aðdáendur sína á Instagram nýlega. Þrátt fyrir að hafa nýtt sér hjálp staðgöngumóður með tvö yngri börnin sagðist Kardashian ekki vera tilbúin að eignast fleiri börn. 

„Ég elska börn­in mín svo mikið en ég get ekki höndlað meira en fjög­ur núna vegna þess hversu upp­tek­in ég er,“ sagði hin 38 ára gamla móðir. „Og börn­in mín hvert og eitt þurfa svo mikla at­hygli.“

mbl.is