Gagnrýnd fyrir að djamma stuttu eftir fæðingu

Shay Mitchell er orðin móðir en fer þó enn út …
Shay Mitchell er orðin móðir en fer þó enn út að skemmta sér. AFP

Það rignir ekki bara heillaóskum yfir leikkonuna Shay Mitchell sem varð móðir í fyrsta sinn í október. Mitchell sem er mjög virk á samfélagsmiðlum hefur fundið fyrir mömmusmánun en hún var gagnrýnd fyrir að skella sér í afmæli til tónlistarmannsins Drake nokkrum dögum eftir að dóttir hennar kom í heiminn. 

Á vef Women's Health kemur fram að reiðir samfélagsmiðlanotendur gagnrýndu að Mithcell fór út á lífið og frá barni sínu aðeins nokkrum dögum eftir fæðingu. Einverjir aðilar settu líka spurningarmerki við það að vilja fara út að skemmta sér nokkrum dögum eftir fæðingu, svona miða við hvernig ástand líkamans er.  

Þrátt fyrir að ekki væri bara um neikvæðar athugasemdir að ræða fóru athugasemdirnar ekki fram hjá leikkonunni sem tjáði sig um málið á meðan hún fór yfir athugasemdirnar sem hún fékk. 

„Augljóslega er fólk mjög reitt yfir því að ég fór út og í partý þremur dögum eftir að ég átti barn,“ sagði Mitchell sem sagðist í gríni hafa skilið hana eftir hjá hundinum sínum Angel. „Þetta voru ekki þrír dagar og ég skildi hana eftir hjá Angel.“

View this post on Instagram

Never letting go...

A post shared by Shay Mitchell (@shaymitchell) on Oct 20, 2019 at 7:05pm PDT

mbl.is