Sonur Herra Hnetusmjörs kominn með nafn

Herra Hnetusmjör og Sara gáfu syninum nafn í vikunni.
Herra Hnetusmjör og Sara gáfu syninum nafn í vikunni. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og kærasta hans Sara Linneth Castañeda gáfu syni sínum nafn í vikunni. Drengurinn litli fékk nafnið Björgvin Úlfur Árnason Castañeda

Þetta er fyrsta barn parsins en sá stutti kom í heiminn í byrjun febrúar. mbl.is