Óvinsælustu nöfnin

Nafnið Donald er ekki vinsælt en margir tengja það við …
Nafnið Donald er ekki vinsælt en margir tengja það við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. AFP

Tæplega sex þúsund foreldrar tóku þátt í breskri nafnakönnun á vef Gigacalculator.com. Var meðal annars kannað hvaða nöfn fólk myndi ekki nefna börn sín að því fram kemur á vef Daily Mail og sömuleiðis af hverju fólk sæi eftir því að hafa nefnt börn sín ákveðnum nöfnum. 

Óvinsælustu drengjanöfnin voru Boris, Donald og Manson. Óvinsælustu stúlkunöfnin í könnuninni voru Karen, Isis og Meghan.

Margir sögðust ekki hafa hugsað sig nógu vel um þegar nafnavalið fór fram. Margir sáu eftir nöfnunum og sögðu 73 prósent foreldra að þeir hefðu fundið betra nafn seinna.

Það stúlkunafn sem flestir foreldrar sögðust sjá eftir að nefna barn sitt var nafnið Aurora. Á eftir því nafni komu stúlkunöfnin Arabella, Lyla, Amber og Edith. Drengjanafnið Hunter var efst á lista þegar að kom að drengjanöfnum sem fólk sá eftir að hafa nefnt syni sína. Því næst komu nöfnin Jaxon, Carter, Tobias og Oliver. Kemur á óvart að nafnið Oliver er á listanum en það er eitt vinsælasta nafnið í Bretlandi. 

Fólk hefur sínar ástæður fyrir því að sjá eftir nöfnum en 64 prósent foreldra fannst nöfnin ekki fara börnum sínum, 48 prósent nefndu ástæðuna að maki valdi nafnið. Aðrar algengar ástæður voru þær að vinur hefði valið sama nafn á barn sitt, að barn væri strítt fyrir nafnið í skóla eða frægt fólk hefði nefnt barn sitt sama nafni. 

Nafnið Meghan er ekki vinsælt.
Nafnið Meghan er ekki vinsælt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert