Óléttubrandari Lively hittir í mark

Blake Lively og Ryan Reynolds eru fyndin.
Blake Lively og Ryan Reynolds eru fyndin. AFP

Það er alltaf stutt í grínið hjá leikarahjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds. Svo virðist sem óléttubrandari Lively hafi hitt í mark hjá öllum nema eiginmanninum.

Reynolds birti myndband af sér að leika í kvikmyndinni Buried en búið er að eiga við myndskeiðið og látið líta út fyrir að hann sé að drekka Aviation Gin sem leikarinn er sjálfur að framleiða. 

Við færsluna skrifar Lively: „Ég held að þetta hafi gert mig ólétta.“

Reynolds virðist hafa brugðið og svaraði með því að setja á „out of office“ svar og sagðist vera fjarverandi um óræðan tíma. 

Hjónin hafa verið dugleg við barneignir en þau eiga þrjár dætur saman á aldrinum eins til fimm ára. Ætla má að það sé líf og fjör á heimilinu og því hafi brandari Lively um fjórða barnið ekki hitt í mark hjá eiginmanninum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau slá í gegn með hnyttni sinni í netheimum en minnisstætt er þegar Reynolds óskaði Lively til hamingju með afmælið og birti mynd af þeim saman en athygli vakti að það vantaði hálft andlit hennar á myndina.

View this post on Instagram

Happy Birthday to my amazing wife.

A post shared by Ryan Reynolds (@vancityreynolds) on Aug 25, 2017 at 8:20pm PDT

mbl.is