Orðinn faðir 63 ára

Dwight Yoakim og eiginkona hans Emily Joyce.
Dwight Yoakim og eiginkona hans Emily Joyce. Skjáskot/Instagram

Kántrísöngvarinn Dwight Yoakim og eiginkona hans Emily Joyce eignuðust son 16. ágúst síðastliðinn. Þetta er fyrsta barn þeirra saman en Yoakim er 63 ára og Joyce 51 árs. Drengurinn litli fékk nafnið Dalton Loren.

Parið gekk í það heilaga rétt áður en heimurinn lokaðist í mars síðastliðnum en þau hafa verið saman í um 10 ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina