Arnór Þór eignaðist son eins og Aron Einar

Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir eru samstíga í lífinu.
Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir eru samstíga í lífinu. Samsett mynd

Arnór Þór Gunnarsson landsliðsmaður í handbolta eignaðist son þann 29. nóvember með konu sinni Jovönu L. Stefánsdóttur. Aðeins eru tveir mánuðir síðan bróðir hans, knattspyrnuhetjan Aron Einar Gunnarsson, eignaðist sinn þriðja dreng.  

Arnór Þór sem á eina dóttur fyrir með konu sinni birti mynd af syni sínum á Instagram og sagði hann hafa fengið nafnið Alex Þór. 

Bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar eru greinilega samstíga. Þeir eru báðir atvinnumenn í boltaíþróttum. Þeir eignuðust báðir syni með stuttu millibili og fengu þeir svipuð nöfn. Eins og áður sagði fékk sonur Arnórs Þórs nafnið Alex Þór en yngsti sonur Arons Einar og Kristbjargar konu hans fékk nafnið Al­ex­and­er Malmquist. 

mbl.is