Keisaraörið uppáhaldsörið á líkamanum

Lindsay Arnold eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta …
Lindsay Arnold eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Danssnillingurinn Lindsay Arnold segir að örið sem hún ber eftir keisaraskurð sé nú hennar uppáhaldsör á líkamanum. Arnold opnaði sig um keisaraörið eftir að nokkrir fylgjendur hennar á samfélagsmiðlum spurðu hana hvort hún „fótósjoppaði“ keisaraörið út af myndum sínum. 

„Ég gef mér vanalega ekki tíma til að svara svona athugasemdum en núna finnst mér ég þurfa að tala um þetta þar sem mér finnst mjög mikilvægt að þið vitið að keisaraörið mitt er núna uppáhaldsörið mitt,“ skrifaði Arnold. 

Arnold eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Sage Jill, í nóvember á síðasta ári og var hún tekin með keisara.

„Það táknar það sem ég er stoltust af í lífinu og það er okkar besta Sagey. Mig langaði í alvöru að sýna ykkur öllum örið mitt því mér finnst það vera svo klikkað kúl að Sage hafi komið út um þennan litla skurð á kviðnum á mér? Ég meina, hversu magnað er það?“ skrifaði Arnold.

mbl.is