Margrét Lára og Einar eignuðust þriðja soninn

Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnustjarnan Margrét Lára Viðarsdóttir eignaðist barn í síðustu viku með eiginmanni sínum sjúkraþjálf­ar­anum Ein­ari Erni Guðmunds­syni. Þetta var þriðji drengur Margrétar og Einars. 

„Hjartað gjörsamlega sprakk úr ást 16.04.21 þegar strákamamman fékk minnsta gullið í fangið,“ skrifaði Margrét Lára á Instagram og birti mynd af fjölskyldu sinni. „Þessi sýndi strax keppnisskap sitt með því að slá öll fyrri hraðamet bræðra sinna og kom með miklu afli og hraða í þennan heim. Við erum gjörsamlega yfir okkur ástfangin af þessu nýjasta furðuverki okkar og hlökkum mikið til að sjá hann vaxa og dafna inn í okkar lið.“

Margrét Lára og Einar giftu sig í júlí í fyrra í Vestmannaeyjum. mbl.is