Stjörnum prýtt steypiboð Eddu Hermanns

Ragnhildur Steinunn, Edda Hermannsdóttir og Birgitta Haukdal hressar á mynd …
Ragnhildur Steinunn, Edda Hermannsdóttir og Birgitta Haukdal hressar á mynd sem Birgitta birti í sögu á Instagram úr steypiboði Eddu. Skjáskot/Instagram

Vinkonur og fjölskylda Eddu Hermannsdóttur markaðsstjóra Íslandsbanka komu henni á óvart með steypiboði á sumardaginn fyrsta. Edda á von á barni með unnusta sínum, fyrrverandi knattspyrnukappanum Ríkharði Daðasyni. 

Í veislunni voru meðal annars sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og tónlistarkonan Birgitta Haukdal. Systir Eddu, sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran, bakaði einstaklega fallega bláa köku en Edda gengur með dreng. 

Rík­h­arður og Edda hnutu hvort um annað árið 2017. Sum­arið 2018 bað hann henn­ar í brúðkaupi Ragn­hild­ar Stein­unn­ar Jóns­dótt­ur og Hauks Inga Guðna­son­ar sem fram fór á Ítal­íu. Í desember í fyrra tilkynntu þau að von væri á barni en fyr­ir á Edda tvö börn og Rík­h­arður eina dótt­ur.

mbl.is