Stoltur Hemsworth styður dótturina á hjólabretti

Þrumuguðinn Þór sem Chris Hemsworth leikur.
Þrumuguðinn Þór sem Chris Hemsworth leikur. Skjáskot/Instagram

Ástralski leikarinn Chris Hemsworth, sem leikur þrumuguðinn Þór í kvikmyndinni Thor, skellti sér með dóttur sinni í hjólbrettagarð á dögunum og studdi hana þegar hún renndi sér á hjólabretti. Hemsworth hefur nýlokið við tökur á nýrri Þórsmynd, Thor: Love and Thunder sem kemur út 2022.

Hemsworth birti myndband á Instagram þar sem hann heldur í hönd dóttur sinnar og hleypur með henni þegar hún rennir sér á hjólabretti yfir hóla og hæðir hjólabrettagarðsins.

Dóttir hans, India, er átta ára og lætur ljós sitt skína á hjólabrettinu. Hún beygir sig í hnjánum og er með flott jafnvægi og aldrei að vita nema áhugi hennar á hjólabrettum hafi kviknað eftir að íþróttin var kynnt til leiks á Ólympíuleikum í fyrsta sinn í Tókýó á dögunum. 

mbl.is