Vilhjálmur og Harry kynntir til leiks í The Crown

Harry og Vilhjálmur munu sjást í fimmtu seríu af The …
Harry og Vilhjálmur munu sjást í fimmtu seríu af The Crown. Ljósmynd/Twitter

Tökur standa nú yfir á fimmtu seríu af þáttunum The Crown sem fjalla um líf bresku konungsfjölskyldunnar. Í fimmtu seríu verður fjallað um tíunda áratug síðustu aldar og því synir Díönu prinsessu af Wales og Karls Bretaprins kynntir til sögunnar. 

Á myndum frá tökunum sjást leikararnir sem fara með hlutverk Vilhjálms og Harrys ásamt Elizabeth Debicki í hluvterki Díönu og Dominic West í hluvterki Karls Bretaprins. Ekki hefur verið gefið út hverjir fara með hlutverk bræðranna í þáttunum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vilhjálmi bregður fyrir í þáttunum en hann sást sem ungbarn í fjórðu seríu.

Lítið hefur verið opinberað um hvað mun gerast í fimmtu seríunni en gera má ráð fyrir að endalok hjónabands Karls og Díönu verði til umfjöllunar. Þá má einnig gera ráð fyrir jarðarför Díönu en hún lést árið 1997. 

Fimmta sería The Crown kemur út á næsta ári. 

mbl.is