Jennifer Lawrence á von á barni

Jennifer Lawrence á von á barni.
Jennifer Lawrence á von á barni. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence á von á barni með eiginmanni sínum, listaverkasalanum Cooke Maroney. Leikkonan er 31 árs en Maroney er 37 ára og er þetta fyrsta barn þeirra hjóna. 

Talsmaður leikkonunnar staðfesti gleðifregnirnar við People.

Hjónin kynntust árið 2018 og gengu í hjónaband í október 2019. 150 gestir mættu í brúðkaupsveisluna þeirra þar á meðal frægir gestir á borð við Adele, Amy Schumer, Kris Jenner og Emma Stone. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP
mbl.is