Vinsælustu nöfnin árið 2020

Alls fengu 48 nýfæddir drengir nafnið Aron.
Alls fengu 48 nýfæddir drengir nafnið Aron. Ljósmynd/Unsplash/Christian Bowen

Alls fengu 48 nýfæddir drengir nafnið Aron á síðasta ári og var það því vinsælasta drengjanafnið. Andrea og Freyja voru vinsælustu eiginnöfn nýfæddra stúlkna. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Þjóðskrá.

Næst vinsælasta drengjanafnið var Alexander en alls fengu 37 drengir það nafn. Þriðja vinsælasta var nafnið Emil en 32 drengir fengu það nafn. 

Þriðja vinsælasta nafnið hjá stúlkum var nafnið Emilía en alls fengu 26 nýfæddar stúlkur það nafn. Litlu færri fengu nafnið Bríet eða 25 stúlkur. 

Jón og Guðrún eru algengustu eiginnöfn karla og kvenna hér á Íslandi. Næst algengustu eiginnöfn karla eru Sigurður og Guðmundur. Næst algengustu eiginnöfn kvenna eru Anna og Kristín. 

Vinsælustu eiginnöfn nýfæddra drengja 2020

 1. Aron 
 2. Alexander
 3. Emil
 4. Kári
 5. Kristófer
 6. Jón
 7. Viktor
 8. Guðmundur
 9. Gabríel
 10. Mikael
 11. Matthías
 12. Anton
 13. Benedikt
 14. Birnir
 15. drengur
 16. Atlas
 17. Gunnar
 18. Elmar
 19. Jökull
 20. Óliver

Vinsælustu eiginnöfn nýfæddra stúlkna 2020

 1. Andrea
 2. Freyja
 3. Emilía
 4. Bríet
 5. Sara
 6. Anna
 7. Sóley
 8. Embla
 9. Emma
 10. Eva
 11. Hekla
 12. Hrafnhildur
 13. Aþena
 14. Júlía
 15. Kristín
 16. Viktoría
 17. Ylfa
 18. Móeiður
 19. Helena
 20. Helga
mbl.is