Með eitt barn á hvoru brjósti

Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock er tvíburamamma.
Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock er tvíburamamma. Skjáskot/Instagram

Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock gaf innsýn inn í fjölskyldulíf sitt á dögunum þegar hún birti mynd af sér á Instagram gefa tvíburum sínum brjóst. 

Leigh-Anne Pinnock hefur hingað til ekki verið gjörn á að hleypa aðdáendum sínum inn í einkalífið og því vakti myndin mikla athygli. Brjóstagjöfin er heilagur tími fyrir Pinnock og tvíburana, enda einn mikilvægasti þátturinn í tengslamyndun á milli móður og barns.

„Mamma,“ skrifaði Pinncok einfaldlega við myndina. Myndin var á svarthvítu formi og fangaði dýrmætt augnablik þar sem Pinnock sést gefa börnunum að drekka úr sitthvoru brjóstinu.  

Tvíburarnir fæddust í ágúst á síðasta ári og eru fyrstu börn foreldra sinna. Foreldrar þeirra, þau Pinnock og fótboltakappinn Andre Gray, hafa enn ekki greint opinberlega frá líffræðilegum kynum barna sinna né nöfnum þeirra.


    

mbl.is