Barnagleraugun þurfa að vera sterk

Það er lögð ríkari áhersla að gleraugu barna séu sterk …
Það er lögð ríkari áhersla að gleraugu barna séu sterk og praktísk.

María Hlín Sigurðardóttir hefur unnið í gleraugnaversluninni Auganu um árabil. Hún segir að hugsa þurfi út í marga þætti þegar kemur að vali á barnagleraugum. 

Gleraugun þurfa vera létt, þægileg og vera þannig að börnin finni sem minnst fyrir þeim í leik. Þau þurfa einnig að veita alla þá vörn sem börn þurfa,“ segir María aðspurð hvað hafa þurfi í huga við val á barnagleraugum.

„Eins þarf að vera góður þjónustuaðili sem getur lagað og stillt gleraugun ef þörf krefur,“ segir hún og bendir á að það geti alltaf eitthvað komið upp á þegar börn og gleraugu séu annars vegar.

Hvernig eru barnagleraugu hönnuð öðruvísi en fullorðinsgleraugu?

„Það er reynt að hafa þau sterkari en gleraugu fyrir fullorðna, þarna er hugsað meira um praktik en tísku og léttleiki og þægindi eru í fyrirrúmi,“ segir María.

Er einhver tíska í barnagleraugum?

„Í rauninni ekki. Litir og form taka breytingum en léttleiki og þægindi eru númer eitt, tvö og þrjú. Krakkar eru á fullu allan daginn og gleraugun þurfa að uppfylla öll þau skilyrði sem barnagleraugun Reykjavík Eyes gera og gott betur,“ segir hún.

Er hægt að slípa öll gler í umgjarðir frá Reykjavík Eyes, hvort sem það er hér plús eða mikill mínus?

„Já, nánast öll gler en ef þau eru í miklum mínus eða plús þá þarf kannski að ráðleggja aðrar umgjarðir sem henta betur fyrir sérþarfir og erum við með fagfólk í því hjá okkur, en það má segja að Reykjavík Eyes henti og styrkleikum.“

Hvað þarf að hafa í huga þegar gleraugu eru valin á barn?

„Gleraugun þurfa að passa, litur og form, svo munu fagaðili aðstoða við valið til að þetta passi 100 %. Svo má ekki gleyma að allir séu ánægðir, bæði foreldrar og barn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert