Heitir sjaldgæfu nafni

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon gáfu dóttur sinni einstakt …
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon gáfu dóttur sinni einstakt nafn. Skjáskot/Instagram

Fótboltamaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og Móeiður Lárusdóttir greindu frá nafni yngri dóttur sinnar á mánudag. Litla stúlkan fékk nafnið Marla Ósk, en nafnið Marla er verulega sjaldgæft hér á Íslandi.

Í Íslendingabók eru aðeins þrjár konur sem bera nafnið og eru þær fæddar 1999, 2008 og 2020. Í Þjóðskrá eru þær aðeins fleiri eða sjö talsins. Má því ætla að Marla Ósk sé sú áttunda sem ber nafnið á Íslandi. 

Móeiður sýndi frá því á Instagram að þau þurftu að sækja um heimild frá mannanafnanefnd til þess að fá að gefa dóttur sinni nafnið. Í úrskurði mannanafnanefndar frá 20. júní kemur fram að nafnið Marla uppfylli öll skilyrði sem eiginnöfn þurfa að gera. Þannig tekur nafnið íslenska eignarfallsendingu og beygist í eignarfalli, Mörlu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert