Haft djúpstæð áhrif á börnin

Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, …
Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, og Zahara Jolie-Pitt. AFP

Leikkonan Angelina Jolie segir ofbeldi fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Brads Pitt, hafa haft djúpstæð áhrif á börnin. Lögmaður hennar sagði fyrir dómi að öll börnin hafi ekki getað snúið aftur til Chateau Miraval í Frakklandi eftir atburðina sem gerðust í háloftunum eftir dvöl þeirra þar.

Í gær var stefna vegna málshöfðunar Jolie gegn Pitt gerð opinber. Í stefnunni kom fram að Jolie segir Pitt hafa lagt hendur á börnin í einkaþotu þeirra og tekið eitt barna þeirra kverkataki. Atvikið átti sér stað árið 2016 og sótti Jolie um skilnað við hann í kjölfarið. 

Jolie og Pitt eiga saman sex börn þau Maddox, Pax, Zahara, Shiloh, Vivienne og Knox.

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakaði málið á sínum tíma en gaf ekki út ákæru í kjölfarið.

mbl.is