Fullorðinsleg í boði með mömmu

Violet Affleck og Jennifer Garner mættu saman til hátíðarkvöldverðs í …
Violet Affleck og Jennifer Garner mættu saman til hátíðarkvöldverðs í Hvíta húsinu. AFP

17 ára afmælisdagur Violet Affleck var sannarlega frábrugðinn afmælisdögum margra 17 ára unglinga. Hin unga Violet fagnaði deginum í boði með móður sinni, leikkonunni Jennifer Garner, en þeim mæðgum var boðið til hátíðarkvöldverðar í Hvíta húsinu af Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden forsetafrú. 

Hátíðarkvöldverðurinn var í tilefni af heimsókn Emmanuels Macrons forseta Frakklands og eiginkonu hans Birgitte Macron. 

Garner og dóttir hennar, sem hún á með leikaranum Ben Affleck, voru meðal þeirra 400 gesta sem boðið var til kvöldverðarins á fimmtudagskvöld. 

Garner klæddist svörtum kjól frá Ralph Lauren en hin fullorðinslega Violet var í kjól frá Carolinu Herrera.

Mæðgurnar eyddu 17 ára afmæli Violet í Hvíta húsinu.
Mæðgurnar eyddu 17 ára afmæli Violet í Hvíta húsinu. AFP
Mæðgunar héldust í hendur þegar þær gengu inn.
Mæðgunar héldust í hendur þegar þær gengu inn. AFP
mbl.is