Spurðu um fjölskylduvandamál

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Spurðu um fjölskylduvandamál
Sendu spurningu

Stjúpan póstar myndum látlaust á Insta

6.4. „Það mikilvægasta að hennar mati er að allt líti nógu vel út á Instagram. Hún póstar látlausum fjölskyldumyndum af mínum börnum og svona út á við lítur allt vel út. En svo gerist það alltaf reglulega að hún missir aðeins taktinn og birtir fyllerísrugl sitt og fyrrverandi mannsins míns á Instagram.“ Meira »

Vill alls ekki láta kalla sig „ömmu Siggu“

11.3. „Sonur minn á stjúpbörn og án allrar umræðu var ég orðin „amma Sigga“, ekki það að börnin hafi byrjað að nota þetta heldur sonur minn og tengdadóttir. Mér finnst það óviðeigandi að hálfstálpuð börn kalli mig ömmu. Það er ekkert að því að þau kalli mig með mínu nafni án þess að bæta „amma“ framan við.“ Meira »

Alltaf að hitta fyrrverandi tengdafjölskyldu

1.3. „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og hann er skilinn fyrir þremur árum síðan, eina fólkið sem hann umgengst er fyrrverandi mágkonur eða mágar og makar þeirra og fjölskyldur. Heimilið stendur þeim opið og rúmlega það og eina fólkið sem hann fer til, er til þeirra.“ Meira »

5 ára dóttirin neitar að sofna á kvöldin

20.2. „Ég er í miklum vandræðum með dóttur mína. Hún er fimm ára og sofnar aldrei fyrr en 23.00 á kvöldin. Það er sama hvað ég reyni, ekkert gengur. Þess má geta að hún er á leikskóla frá átta á morgnana til fimm á daginn og ætti því að vera mjög þreytt. Ég játa það alveg að barnið er mjög pirrað frá kvöldmat fram til 23.00 en þrátt fyrir það þá nær hún ekki að sofna. Hvað myndir þú gera?“ Meira »

Vill búa til fjölskyldu vegna blankheita

13.2. Ég er að reyna að búa til nýja fjölskyldu með nýjum manni. Við erum frekar illa stödd fjárhagslega og því liggur okkur á að fara að búa. Málið er að börnin okkar hafa aldrei hist. Hvernig myndir þú kynna börnin þannig að þetta geti gengið sem hraðast fyrir sig? P.s. við erum bæði að borga leigu og það myndi muna mjög miklu ef við þyrftum bara að borga eina leigu og börnin eru þrjú allt í allt. Ég á eina sjö ára dóttur og hann á tvo unglingsdrengi. Meira »

Fráskilinn og börnin læra ekki heima

4.12. „Ég er skilinn við barnsmóður mína og gerðist það fyrir nokkrum árum. Við erum með sameiginlegt forræði, erum viku og viku með börnin. Málið er að mamma þeirra lætur börnin aldrei læra heima og þetta er orðið þannig að það er ekkert hægt að vinda ofan af þessu hina vikuna.“ Meira »

13 ára og með mikla stæla

29.11. „Ég er með spurningu varðandi dóttur mína sem verður 13 ára í byrjun næsta árs. Hún á sjö ára bróður og þeim hefur alltaf komið mjög vel saman. Undanfarið hefur hún breyst mikið í skapi og er farin að vera nokkuð þung í skapinu og stundum með mikla stæla við okkur foreldrana og bróður sinn.“ Meira »

Dóttirin of þykk – hvað er til ráða?

3.4. „Dóttir mín sem er 10 ára er farin að fitna töluvert. Hún hefur alltaf verið mjúk en núna virðist hún vera að bæta á sig. Ég passa að hún fái hollan morgunmat og nesti en ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist í skólanum og þangað til ég kem heim úr vinnunni klukkan fjögur á daginn.“ Meira »

Íslensk móðir buguð vegna slagsmála

5.3. „Ég á tvo stráka 14 ára og 6 ára. Þegar þeir koma nálægt hvor öðrum er eins og þriðja heimsstyrjöldin brjótist út! Þeir rífast stöðugt, berja, klípa, bíta og sparka í hvor annan. Þegar maður kemur þreyttur heim eftir vinnu og eldri drengurinn er búinn að loka sig af inni í herbergi er ég hálffegin.“ Meira »

Er að flytja inn með stjúpbörnum

22.2. „Hvernig get ég sem best undirbúið 2 stjúpbörn (8 og 12 ára) fyrir það að ég flytji inn á heimilið?“   Meira »

Barnið pissar alltaf undir

14.2. Barnið mitt pissar alltaf undir á nóttunni og erum við foreldrarnir ráðþrota. Barnið er níu ára og þrátt fyrir að drekka bara með kvöldmatnum dugar það ekki til. Þetta skapar mjög vonda stemningu á heimilinu. Meira »

Er unglingurinn minn í neyslu?

7.12. „Dóttir mín sem er unglingur er komin með kærasta sem ég hef grun um að sé í einhvers konar neyslu. Ég held að hún sé ekki að nota neitt en ég er þó ekki 100% viss. Getur þú lýst fyrir mér einkennum sem einkenna unglinga sem eru að reykja eða að nota önnur efni?“ Meira »

Hvernig er Fortnite-fíkn meðhöndluð?

3.12. „Ég hef áhyggjur af syni mínum því það er ekki hægt að ná honum úr tölvunni. Hann spilar tölvuleiki online eins og Fortnite og eyðir öllum sínum tíma einn inni í herbergi. Hann er alveg hættur að leika við vini sína því hann segist vera í sambandi við þá í gegnum tölvuleikina.“ Meira »