Banna g-strengi í vatnsrennibrautargarðinum

Þessar bikiníbuxur yrðu vafalaust bannaðar í garðinum.
Þessar bikiníbuxur yrðu vafalaust bannaðar í garðinum. Colourbox

Vatnsrennibrautargarður í Ástralíu bannaði á dögunum gestum sínum að klæðast g-strengjum og sundfötum sem hylja ekki rasskinnarnar almennilega. 

„Adventure World er fjölskylduvænn garður, vinsamlegast veljið viðeigand sundfatnað í heimsóknum ykkar,“ skrifaði garðurinn í tilkynningu sinni á Facebook við mynd sem sýnir hvað er í lagi, og hvað ekki. 

Bannið hefur vakið mikla athygli og eru stjórnendur garðsins gagnrýndir fyrir að setja reglur sem mismuna kynjunum. 

Sumir tóku þó reglunum fagnandi og sögðu það vera óviðeigandi fyrir börn að standa í biðröðum upp við hálfbera rassa. 

„Ég er fylgjandi því að sýna flotta líkama. En mér fannst það heldur fráhrindandi hugmynd að fara með börnin mín aftur í garðinn þegar það voru hálfberir kvennabossar alls staðar,“ skrifaði Pauline Arnold. 

mbl.is