Ólafur og Dorrit gíra sig upp fyrir jólin í Kína

Dorrit Moussai­eff og Ólafur Ragnar Grímsson eru í Kína.
Dorrit Moussai­eff og Ólafur Ragnar Grímsson eru í Kína. mbl.is/Eggert

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er staddur í Peking ásamt eiginkonu sinni, Dor­rit Moussai­ef. Ólafur Ragnar tísti því að það væri orðið ansi jólalegt í Peking en sjálf ljóstraði Dorrit því upp hvar hún var stödd í heiminum þegar hún skildi eftir skilaboð á Instagram-síðu Katrínar Jakobsdóttur. 

Ólafur Ragnar hefur verið duglegur að birta myndir af fallega skreyttum jólatrjám á Twitter-síðu sinni. Spyr hann hvort jólaskreytingarnar séu huti af hinu nýja Kína og veltir því fyrir sér hvort Maó formaður hefði orðið hissa á þessum miklu jólaskreytingum. 

Dorrit hefur ekki verið jafndugleg að deila myndum af jólaskrauti í Peking á samfélagsmiðlum og eiginmaður hennar. „Ég er í Peking,“ skrifaði hún þó meðal annars í athugasemd við myndir frá Lundúnaferð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í vikunni. Sagði hún að hún hefði heyrt að Katrín hefði verið frábær og það hefði verið leiðinlegt að missa af henni vegna þess hvar hún var stödd í heiminum. 

View this post on Instagram

Svipmyndir frá deginum.

A post shared by Katrín Jakobsdóttir (@katrinjakobsd) on Dec 4, 2019 at 10:33am PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert