Hefur séð fólk breytast á Jakobsveginum

Margrét Jónsdóttir Njarðvík segir að fólk breytist á göngunni.
Margrét Jónsdóttir Njarðvík segir að fólk breytist á göngunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiðsögumaðurinn og eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, hefur séð fólk breytast á göngunni um Jakobsveginn. Hún hefur gengið stíginn til Santiago de Compostela um fimmtán sinnum og leitt um 300 manns um þessa fornu leið.

Jakobsvegurinn hefur verið ein vinsælasta gönguleið í heimi í gegnum aldirnar. Fyrr á öldum var fólk skikkað til að ganga hann til að vinna yfirbótarverk. En það er þó ekki ástæðan fyrir af hverju þessi stígur er svona vinsæll í dag að sögn Margrétar.

„Á áttunda áratugnum fækkað þeim sem gengu veginn og um hann fóru kannski 70 til 80 manns á ári hverju. Á níunda ártugnum var hafist handa við að merkja leiðina betur og á þessum tíma áttu sér líka stað samfélagslegar breytingar, til dæmis samband fólks við almættið. 

Að komast að dómkirkjunni í Santiago de Compostela, þar sem …
Að komast að dómkirkjunni í Santiago de Compostela, þar sem talið er að Jakob postuli sé grafinn, er markmið þeirra sem ganga Jakobsveginn. Ljósmynd/Wikimedia

Það er alltaf að koma betur í ljós hversu mikið það heilar fólk að ganga. Þeir sem ganga tengja saman líkama og sál. Nú hef ég farið þessa leið með örugglega 300 manns í gegnum árin og hef séð breytinguna á þeim sem leggja af stað. Það er ekki bara það að líkaminn tónast og styrkist heldur gerist eitthvað þegar þú gengur í góðum félagsskap. Það myndast svo góð stemning og tenging á milli fólksins sem gengur saman,“ segir Margrét.

Allur Jakobsvegurionn er 800 kílómetrar en í ferðum á vegum ferðaskrifstofunnar Mundo er honum skipt upp og því er algjör óþarfi að fyllast kvíða yfir að þurfa ganga svo langt. Einnig er hægt að hjóla hann og þá er minna mál að fara hann.

„Í kvennaferðinni sem boðið er upp á í sumar verða gengnir 300 kílómetrar. Við erum með hjálparbíl og besta hádegisverðinn á öllum stígnum. Við erum orðnar mjög reyndar í að fara með hópa á þennan stíg,“ segir Margrét.

Annað kvöld, miðvikudaginn 5. febrúar, klukkan 20.00 mun Margrét ræða um Jakobsveginn og helstu áskoranir í Lífsstílskaffi í Gerðubergi. Frekari upplýsingar um ferðir á vegum Mundo má finna á vef þeirra Mundo.is.

Klettakirkjan í Le Puy
Klettakirkjan í Le Puy Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert