Bjóða afnot af Airbnb-húsnæði til heilbrigðisstarfsmanna

Airbnb leggur lóð sín á vogarskálarnar.
Airbnb leggur lóð sín á vogarskálarnar. AFP

Leigumiðlunarvefsíðan Airbnb tilkynnti í gær nýtt verkefni sem snýr að því að bjóða heilbrigðisstarfsmönnum um allan heim frítt húsnæði á meðan kórónuveiruheimsfaraldurinn geisar.

Leigusalar sem auglýst hafa eignir sínar á Airbnb geta tekið þátt með því að skrá sig á vef Airbnb. Ef viðkomandi getur ekki leigt húsnæði sitt út án endurgjalds borgar Airbnb reikninginn. Leigusalar þurfa að fylgja ákveðnum viðmiðum við hreinlæti sem Airbnb hefur gefið út í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 

Brian Chesky, einn af stofnendum Airbnb sagði í færslu á Twitter í gær að yfir 12 þúsund leigusalar hafi skráð sig nú þegar í verkefnið. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Airbnb ræðst í að bjóða húsnæði til þeirra í neyð en þau gerðu slíkt hið sama eftir fellibylinn Florence árið 2018.

Fyrirtæki í ferðamannaiðnaðinum hafa komið illa út úr veirunni, en fáir eru á ferðalagi um heiminn um þessar mundir. Miklar afbókanir hafa verið á hótelum, hostelum og gistiheimilinum víða um heim. 

Four Season hótelið á Manhattan í New York-borg  hefur einnig opnað dyr sínar fyrir heilbrigðisstarfsmönnum í New York og býður fría gistingu. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert