Frú Bieber ferðast í kósígallanum

Justin Bieber og Hailey Bieber. Fru Bieber kýs notaleg föt …
Justin Bieber og Hailey Bieber. Fru Bieber kýs notaleg föt á ferðalögum. AFP

Það sakna þess margir að ferðast. Það sem minnir kannski mest á ferðalög núna er kósígallinn, að minnsta kosti ef fólk er með sama ferðastíl og Hailey Bieber. Fyrirsætunni finnst gott að fljúga og fara í langar ferðir í allt of stórum jogginggalla. 

„Þetta er akkúrat eitthvað sem ég væri til í að fljúga í eða vera í í löngu ferðalagi,“ sagði frú Bieber um kósígallann sinni þegar hún opnaði fataskáp sinn á vef Vogue. 

Hailey Bieber finnst gott að vera í mjúkum og of …
Hailey Bieber finnst gott að vera í mjúkum og of stórum fötum. Skjáskot/Youtube

Frú Bieber er að sjálfsögðu að hugsa um þægindin en þó ekki síður útlitið þegar hún klæðist fötunum. Við jogginggallann klæðist hún Nike-strigaskóm og passar að setja sokkana yfir buxurnar. 

Málið er að setja sokkana yfir buxurnar.
Málið er að setja sokkana yfir buxurnar. Skjáskot/Youtube

Til að fullkomna útlitið klæðist hún stórum jakka í herrasniði. 

Við stóra jogginggallann er Bieber í stórum frakka.
Við stóra jogginggallann er Bieber í stórum frakka. Skjáskot/Youtube

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frú Bieber setja saman föt. 

mbl.is