Búa í bílnum og ferðast um Evrópu

Þessi tvö ákváðu að ferðast um Evrópu í stað þess …
Þessi tvö ákváðu að ferðast um Evrópu í stað þess að kaupa sér hús. Skjáskot/Instagram

Breskt par, Courtney Stevens og James Mechan, vildu ekki binda peninga sína í fasteign. Í stað þess ákváðu þau að verja tæpum fjórum milljónum króna í að gera upp sendibíl og breyta honum í fallegt heimili. Þannig geta þau ferðast um Evrópu á meðan þau vinna heima.

Þau sáu til þess að allt væri til alls í bílnum; þar er setustofa sem hægt er að breyta í stórt hjónarúm. Fataskápurinn liggur meðfram loftinu.

„Við ákváðum að við vildum búa í bíl til þess að vera frjálsari og óháð hversdagslegum skyldum. Við þurftum að taka vel til hjá okkur til þess að rúma líf okkar í einum litlum bíl en þannig gátum við metið hvaða hlutir voru okkur mikilvægastir. Í þessum aðstæðum heldur maður bara í það sem maður þarf og færir manni hamingju. Við gerðum allt sjálf en vorum algjörlega óreynd í þessum málum og alls ekki handlagin. Þess vegna tók líka átján mánuði að gera bílinn upp,“ segir Stevens.

Parið lukkulega í uppgerða bílnum sínum.
Parið lukkulega í uppgerða bílnum sínum. Skjáskot/Instagram
Eldhúsið í bílnum er huggulegra en almennt gengur og gerist …
Eldhúsið í bílnum er huggulegra en almennt gengur og gerist í húsbílum. Skjáskot/Instagram
mbl.is