Soliani hans Rúriks nýtur lífsins alein í Mexíkó

Það væsir ekki um Nathalíu Soliani á baðströnd við Maya-rivíerunni.
Það væsir ekki um Nathalíu Soliani á baðströnd við Maya-rivíerunni. Skjáskot/Instagram

Brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani og „kærasta“ fyrrverandi landsliðsmanns Íslands í knattspyrnu og nú skemmtikrafts Rúriks Gíslasonar, hefur sakað hann um framhjáhald á samfélagsmiðlinum Instagram.

Undanfarna daga hefur Soliani verið alein á ferðalagi án Rúriks, en hún er stödd í Mexíkó, nánar tiltekið á Maya-riveríunni á Júkatanskaga. Hún kom þangað fyrir viku og birti þá ljósmynd á Instagram sem hún tók úr flugvélinni á leiðinni til Mexíkó. Með myndinni lætur hún eftirfarandi texta fylgja: „Þegar hið óvænta leiðir til gæfuríkustu blessunarinnar.“

Cenote á Júkatanskaga
Cenote á Júkatanskaga Ljósmynd/Mathilde Langevi

Hún hefur nýtt tímann vel samkvæmt Instagram og farið í skoðunarferðir á Júkatanskaga þar sem hún skoðaði píramída sem voru byggðir af Mayafólkinu og synti í „cenote“ helli þar sem hægt er að synda í ferskvatni Júkatanskaga.  Einnig hefur hún notið baðstrandanna á riveríunni sem teljast með þeim tærustu í heimi.

View this post on Instagram

A post shared by NAT (@nathaliasoliani_)

Soliani virðist vera sátt alein við Cichén-Itzá píramída.
Soliani virðist vera sátt alein við Cichén-Itzá píramída. Skjáskot/Instagram
Cenote á Júkatanskaga
Cenote á Júkatanskaga Ljósmynd/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert