Sigurboganum pakkað inn í 16 daga

Sigurboganum pakkað inn.
Sigurboganum pakkað inn. AFP

Þeir sem hyggja á ferðalög á allra næstu dögum ættu að íhuga að fara til Parísar þar sem nú gefst tækifæri til þess að sjá Sigurbogann innpakkaðann. 

Um er að ræða listagjörning hjónanna Christo og Jeanne-Claude þar sem Sigurboginn er vafinn inn í 270 þúsund fermetra af álhúðuðu polypropylene. Þetta verður 24. fullgerða innsetning úr smiðju þeirra hjóna.

Innsetningin er gríðarlega umfangsmikil og kostnaðarsöm. Það koma um þúsund manns að uppsetningu verksins og það þarf um 312 tonn af stáli fyrir rammann sem á líka að vernda Sigurbogann. Hafist var handa við uppsetninguna í júlí síðastliðnum og áætlað er að það muni taka fimm vikur að taka allt niður aftur. Allt fyrir verk sem stendur uppi í aðeins 16 daga.

Þá má geta þess að þetta er í fyrsta sinn sem verk þeirra eru sýnd með þessum hætti eftir andlát þeirra. En þau voru alltaf ákveðin í því að haldið yrði áfram að framkvæma gjörninga þeirra eftir þeirra dag. Christo lést árið 2020 en Jeanne-Claude árið 2009.

Borgarstjóri Parísar Anne Hidalgo fyrir framan Sigurbogann.
Borgarstjóri Parísar Anne Hidalgo fyrir framan Sigurbogann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert