Jónsmessan heiðruð í Sky Lagoon

Í gufubaðinu í Sky Lagoon nærðu fullkominni slökun.
Í gufubaðinu í Sky Lagoon nærðu fullkominni slökun. Ljósmynd/Aðsend/Elva Erlingsdóttir

Sky Lagoon stendur fyrir skemmtilegri en óhefðbundinni uppákomu fyrir gesti baðlónsins í aðdraganda Jónsmessuhátíðarinnar. Næstu tvær vikur býðst gestum baðlónsins að slaka á í saununni og njóta verunnar þar ásamt því að fræðast betur um sögu Jónsmessunar.

Samkvæmt Ragnheiði Hörpu Haraldsdóttur, markaðs- og upplifunarstjóra Sky Lagoon, hefur starfsemin tekið mið af fornum hefðum, sögu og arfleið Íslands, enda kunni það að sjást vel á hönnun lónsins.

Nýtt frásagnarform í gufubaðinu

Í samvinnu við Sky Lagoon var Bragi Valdimar Skúlason fenginn til að semja texta um Jónsmessuna og þá þjóðtrú sem þar liggur að baki en Jónsmessan er merk hátíð sem Íslendingar hafa haldið upp á frá fornu fari.

„Við höfum lagt upp með frá byrjun að leggja okkur fram með að heiðra íslenska baðmenningu og íslenska sögu og arfleið almennt.“ segir Ragnheiður Harpa.

„Sagan fylgir okkur allsstaðar og það er virkilega skemmtilegt að segja gestum okkar frá klömbruhleðslunni, torfbænum og endurgerðinni okkar af Snorralaug, sem er kalda laugin okkar og skref númer tvö í sjö skrefa Ritúalinu okkar. Þessi nýja frásögn er enn önnur leið til að heiðra söguna og njóta hennar í fallegu umhverfi,“ segir Ragnheiður um tilkomu uppákomunnar.

„Útsýnið spilar stórt hlutverk og okkur langaði að finna leið til að geta sameinað þetta tvennt, það er að segja að njóta útsýnisins og heyra söguna í leiðinni,“ útskýrir Ragnheiður Harpa en hljóðbrot af texta Valdimars Braga verða spiluð í saununni í Sky Lagoon viku fram yfir Jónsmessuna sem er 24. júní, næstkomandi.

„Upptakan verður bæði spiluð á íslensku og ensku og þetta er yndisleg upplifun,“ segir Ragnheiður Harpa og hvetur fólk til að leggja leið sína í lónið á næstu misserum.

Stórkostlegt útsýni.
Stórkostlegt útsýni. Ljósmynd/Aðsend/Elva Erlingsdóttir
Sky Lagoon hefur lagt upp með að halda í sögu …
Sky Lagoon hefur lagt upp með að halda í sögu og arfleið Íslands. Ljósmynd/Aðsend/Elva Erlingsdóttir
Torfbærinn setur svip sinn á Sky Lagoon.
Torfbærinn setur svip sinn á Sky Lagoon. Ljósmynd/Aðsend/Elva Erlingsdóttir
Óaðfinnanlegt náttúruundur umlykur Sky Lagoon.
Óaðfinnanlegt náttúruundur umlykur Sky Lagoon. Ljósmynd/Aðsend/Elva Erlingsdóttir
mbl.is