„Hefur einhver heyrt um flugfélagið Play?“

Jesus Child var ekki viss hvort Play væri raunverulegt flugfélag.
Jesus Child var ekki viss hvort Play væri raunverulegt flugfélag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona að nafni Jesus Child velti fyrir sér tilvist flugfélagsins Play inni í hópnum Travel Iceland á Facebook á dögunum. Var hún tvístígandi með að bóka með félaginu af því hún hafði aldrei heyrt um það, og verðið var ansi hagstætt. 

„Hefur einhver heyrt um flugfélagið Play? Ég fann geggjað tilboð á ferð fram og til baka fyrir 273 en ég er eitthvað tvístígandi yfir verðinu þar sem ég hef aldrei heyrt um Play,“ skrifaði Child inn í hópinn. 

Meðlimir Travel Iceland, sem eru rúmlega 82 þúsund talsins, voru með svörin á reiðum höndum og sögðust margir hverjir hafa flogið með félaginu. „Við flugum með Play frá Englandi til Íslands og elskuðum það. Mjög töff og þau hljóta að ráða myndarlegasta fólkið í geiranum,“ skrifaði Shahhon Ubelhor Fuhs. 

Ekki er hægt að áfellast hina bandarísku Child fyrir að fylgjast ekki náið með rekstri flugfélaga á Íslandi þó hún hyggist heimsækja landið fljótlega. Play fór í loftið fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan og hefur aðeins á síðustu mánuðum gert sig gildandi á Bandaríkjamarkaði. 

Meðlimi Travel Iceland þótti starfsfólk Play einstaklega myndarlegt.
Meðlimi Travel Iceland þótti starfsfólk Play einstaklega myndarlegt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is