Ásdís Rán og Þórður á fimm stjörnu skíðahóteli

Það væsir ekki um Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Þórð Daníel …
Það væsir ekki um Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Þórð Daníel Þórðarson! Samsett mynd

Það væsir ekki um fyrirsætuna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Þórð Daníel Þórðarson, en þau hafa undanfarna daga notið lífsins í skíðaferð í bænum Bansko í suðvesturhluta Búlgaríu.

Ásdís Rán og Þórður hafa verið saman frá því sumarið 2023. Þórður er búsettur í Búlgaríu og Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn þar lengi. 

Ásdís Rán birti myndaröð frá fríinu á Instagram-síðu sinni, en af myndum að dæma fékk parið gott skíðafæri og gátu því notið alls sem svæðið hefur upp á að bjóða í sól og blíðu.

Á fimm stjörnu lúxushóteli

Í síðustu færslu Ásdísar Ránar merkti hún fimm stjörnu lúxushótelið Premier, en hótelið er staðsett við rætur hins tignarlega Pirin-fjalls sem er vinsælt skíðasvæði. Á hótelinu eru 114 herbergi sem bjóða upp á afslappandi stemningu, ítölsk húsgögn og fallegt útsýni yfir Pirin-fjallið.

Nóttin á hótelinu í lok febrúar kostar allt frá 231 evru, eða sem nemur rúmum 34 þúsund krónum, og upp í 728 evrur, eða tæplega 109 þúsund krónur á gengi dagsins í dag. 

Frá hótelinu er glæsilegt útsýni til fjalla.
Frá hótelinu er glæsilegt útsýni til fjalla. Ljósmynd/Banskohotelpremier.com
Á hótelinu má einnig finna sundlaug og heilsulind.
Á hótelinu má einnig finna sundlaug og heilsulind. Ljósmynd/Banskohotelpremier.com
Nóttin í lok febrúar kostar frá 34 þúsund krónum og …
Nóttin í lok febrúar kostar frá 34 þúsund krónum og upp í 109 þúsund krónur. Ljósmynd/Banskohotelpremier.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert