Fjögur atriði sem koma á óvart við brjóstagjöf

Huga þarf að mörgu þegar kemur að brjóstagjöf og gott …
Huga þarf að mörgu þegar kemur að brjóstagjöf og gott er að vera vel undirbúin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Brjóstagjöf er ný reynsla fyrir konur sem eignast barn í fyrsta sinn og eitt og annað sem getur komið á óvart. Einnig getur reynsla konu af brjóstgjöf milli barna verið töluvert ólík. Hér má lesa fjögur atriði sem gætu komið splunkunýjum mömmum á óvart, og jafnvel líka þeim sem hafa reynsluna. 

1. Að gefa á brjóst brennir allt að 500 kaloríum á dag.
Jafnvel þótt móðirin sitji hreyfingarlaus allan daginn samsvarar brennslan allt að 8 kílómetra löngu hlaupi. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að konan verði gjarnan afar svöng.

2. Huga þarf að mörgu þegar kemur að brjóstagjöf og gott er að vera vel undirbúin.
Eftirfarandi eru ákveðin undirstöðuatriði; þrír til fjórir gjafahaldarar, tveir til þrír haldarar fyrir svefninn, brjóstagjafapúði, græðandi áburður fyrir geirvörtur og síðast en ekki síst, getur komið sér afar vel að eiga eina brjóstapumpu innan handar.

Brjóstagjöf er ný reynsla fyrir konur sem eignast barn í …
Brjóstagjöf er ný reynsla fyrir konur sem eignast barn í fyrsta sinn og eitt og annað sem getur komið á óvart. Ljósmynd/Thinkstockphotos

3. Fyrstu daga brjóstagjafar streymir blóð til brjóstanna og eiginleg mjólkuframleiðsla hefst. 

Þetta ferli getur valdið tímabundinni bólgu, sem stundum leiðir út í handarkrika og veldur móður miklum óþægindum. Ástand sem slíkt kallast stálmi. Stálma skal meðhöndla með brjóstagjöf eða mjólkun í mjaltavél. Mikilvægt er að barnið tæmi brjóstið vel, en ef mjólkin er ekki fjarlægð hættir móðirin að framleiða mjólk.

4. Flestar upplifa að brjóstin verða þrútin af mjólk.
Þremur til fimm dögum eftir fæðingu eiga brjóstin til að fyllast allverulega, verða viðkvæm og hreinlega þrútin. Til að létta á þrýstingnum getur verið gott að fara í heitt bað eða sturtu. Hitinn ætti að hjálpa til við að mjólkin leki niður í brjóstin. Það að gefa á brjóst getur lagað ástandið til muna

Heimildir: Parents.com, Móðurást.is og og Cupofjo.com

mbl.is