Búðu til þitt eigið bumbukrem

Það er gaman að búa til eigin bumbukrem heima.
Það er gaman að búa til eigin bumbukrem heima. mbl.is/Thinkstock

Konur sem gengið hafa með börn vita að það strekkist verulega á húðinni á kviðnum þegar líða tekur á meðgönguna. Mörgum þykir þetta verulega óþægilegt, enda geta kláði og önnur óþægindi fylgt örum vextinum. Margar konur bregða því á það ráð að fjárfesta í fokdýrum olíum og kremum sem eiga að auðvelda þeim lífið, og jafnvel koma í veg fyrir húðslit. Það er þó bæði fljótlegt og einfalt að útbúa sitt eigið krem úr heilnæmum og náttúrulegum efnum.

Heimalagað bumbukrem

1/3 bolli kakósmjör

1/3 bolli shea-smjör

¼ bolli kókosolía

¼ bolli ólífuolía

2 msk. bývax

1 msk. E-vítamíndropar

Bræðið öll innihaldsefnin, fyrir utan E-vítamíndropana, saman yfir vatnsbaði. Takið blönduna af hitanum og leyfið að kólna í 10 mínútur. Því næst er E-vítamíndropunum blandað saman við og hrært upp í blöndunni. Þeir sem vilja geta blandað nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu út í áburðinn, en best er að lesa sér til um hvort umrædd olía sé ákjósanleg á meðgöngu.

Kremið er síðan sett í hreina glerkrukku og skellt í ísskápinn þar til það er orðið kalt. Ekki er nauðsynlegt að geyma kremið í kæli eftir það, en það ætti að geymast nokkuð lengi á dimmum og svölum stað.

Auðvelt er að leika sér með innihaldsefnin, en þeir sem vilja prufa einfaldari uppskrift geta blandað saman 1/2 bolli af shea-smjöri, 1/3 bolli kókosolía og 4 msk. af E-vítamínolíunni. Aðferðin er þó sú sama.

Gott er að bera kremið á sig eftir beint eftir sturtu- eða baðferð, áður en líkaminn er þurrkaður með handklæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert