Ófrísk að þriðja barninu

Fyrirsætan og tónlistarkonan Alyssa Scott er nú ófrísk af sínu …
Fyrirsætan og tónlistarkonan Alyssa Scott er nú ófrísk af sínu þriðja barni. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan og tónlistarkonan Alyssa Scott hefur deilt þeim gleðifregnum með umheiminum að hún sé nú ófrísk að sínu þriðja barni. Scott á fyrir fjögurra ára dóttur, en aðeins 10 mánuðir eru liðnir frá því að sonur Scott og Nick Cannon lést af völdum krabbameins í heila, en hann var aðeins fimm mánaða gamall.

Scott og Cannon tóku á móti sínu fyrsta barni saman í júní 2021, en í sama mánuði eignaðist Cannon tvíbura með fyrirsætunni Abby De La Rosa. 

Er fjölskylda Cannons að stækka enn meira?

Cannon hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið, en hann er nú orðinn tíu barna faðir og ellefta barnið á leiðinni. Scott hefur hins vegar ekki gefið upp hver faðir barnsins er og því ekki vitað hvort fjölskylda Cannons muni stækka enn meira. 

Í desember deildi Scott hjartnæmri færslu á Instagram-reikningi sínum til minningar um son þeirra, en þar lýsti hún því með fallegum hætti hvernig sonur þeirra hélt henni gangandi. Cannon tilkynnti andlát sonar þeirra í spjallþætti sínum stuttu síðar þar sem hann brotnaði niður í beinni útsendingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert