Gefin út um allan heim


mbl.is

"ástæðan fyrir því að platan kom ekki út í fyrra, þegar myndin var frumsýnd, er að útgáfan á að fylgja eftir útgáfu myndarinnar um allan heim," segir Einar Örn.

"Nú er verið að sýna myndina í Bretlandi, hún verður sýnd í Frakkland einhverntímann í júní og svo koll af kolli. Plötunni er dreift samhliða hjá EMI-Soundtracks úti um allan heim."

Undirbúningur í eitt og hálft ár

"Við Damon Albarn erum skrifaðir fyrir allri tónlistinni í myndinni nema litlu stefi sem við fengum lánað frá Ray Davis úr lagi sem heitir "Lola"," segir Einar Örn aðspurður um tónlistina á hinum nýútkomna geisladiski.

"Þegar við vorum búnir að semja tónlistina kviknaði svo sú hugmynd að fá íslenska tónlistarmenn, reykvíska tónlistarmenn til að gera þeirra útgáfur af nokkrum af þeim lögum og stefjum sem við sömdum. Jafnvel að búa til sjálfstæð lög út úr þeim."

"Við sömdum tónlistina út frá

bíómyndinni sjálfri," upplýsir Einar Örn. "Um leið og bíómyndin var tilbúin settumst við niður með allar hugmyndirnar okkar og byrjuðum að semja."

Hvað tók þetta langan tíma?

"Það tók okkur mjög stuttan tíma að semja tónlistina," svarar Einar Örn. "Undirbúningstíminn var alveg samt alveg frá því að tökur myndarinnar hófust og fram að því þegar klippingin var búin, svo það var alveg eitt og hálft ár þar sem við vorum að fylgjast með."

- Höfðuð þið Damon unnið saman

áður?

"Nei við höfðum ekki unnið saman áður þó við höfum þekkst síðan 1991," segir Einar Örn.

"Þetta var svona hopp út í djúpu laugina fyrir okkkur báða, í samstarfi. Sérstaklega því að ég fékk það skrítna hlutverk að semja

trommutaktana og önnur óhljóð og ég hef ekki beint verið þekktur fyrir að vera góður trommuleikari."

- Etu að semja eitthvað þessa dagana?

"Já, ég er að semja hús. Það er ágætis skáldskapur og kveðskapur," segir Einar Örn að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson