Sigurvegarar söngkeppni Samfés 2003: "Við tókum áhættu"

Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannesson.
Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannesson. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurvegarar söngkeppni Samfés 2003, þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson og Hjörtur Ingvi Jóhannesson, eru úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli. Nám stunda þeir hins vegar í Ölduselsskóla. Þeir félagar djössuðu upp lagið "Till there was you", lag sem Bítlarnir gerðu frægt á annarri breiðskífu sinni, With the Beatles, og uppskáru sigurlaun fyrir vikið. Lokakeppni söngkeppninnar, en talsvert var um undankeppnir í félagsmiðstöðvunum, fór fram í Laugardalshöll, frammi fyrir þrjú þúsund manns. Keppendur komu hvaðanæva af landinu, flutt voru 55 atriði og tók dagskráin rösklega sex klukkutíma.

"Svarið við þeirri spurningu er stutt og laggott: Nei," segir Hjörtur þegar hinni sígildu spurningu um hvort þeir félagarnir hafi búist við þessu er slengt fram.

"Við gerðum okkur vissulega grillur um það," segir Guðmundur. "Við tókum áhættu með laginu okkar, við vissum að annaðhvort yrðum við algerlega hunsaðir eða þá að við kæmumst langt. Og það varð úr. Sérstaklega urðum við hissa á góðum viðbrögðum áhorfenda."

Guðmundur segir að hann hafi tekið ákvörðun um að keppa í söngkeppninni með einum eða öðrum hætti.

"Ég er í tíunda bekk (eins og Hjörtur) og þetta árið er ég búinn að vera mjög "virkur". Tók þátt í Skrekk ásamt Hirti t.d. og við erum báðir í ræðuliðinu líka. En mig langaði til að gera þetta einhvern veginn öðruvísi, og þessi útgáfa af "Till there was you" var niðurstaðan."

Þeir fóstbræður eru báðir á því að keppnin hafi verið nokkuð misjöfn, enda fjöldi atriða gríðarlegur. Sammælst er um það að ákveðin þróun sé að eiga sér stað í keppninni; frumsamið efni og lifandi hljóðfæraleikur sé að færast í aukana, á kostnað karókí-atriða.

"Það sem þetta er að færa okkur persónulega er reynsla, t.d. fólst mikill innblástur í því að koma fram fyrir 3.000 manns. Svo fengum við líka hljóðsverstíma í laun frá Geimsteini. Svo er þetta bara frábært!"

Þeir segja að starfsfólkið í Hólmaseli hafi reynst þeim einkar vel, t.a.m. hafi einn starfsmaðurinn nánast gengið þeim í föðurstað, daginn sem úrslitin voru.

Að lokum eru þeir spurðir hvort þeir eigi von á því að kvenhyllin færist í aukana í kjölfarið á þessari velgengni.

"Við vonum það besta í þeim málum auðvitað," svara þeir og brosa kankvíslega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hægðu á þér. Einhver gagnrýnir þig en þér er slétt sama. Þú veist hver þú ert og hvert þú ætlar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hægðu á þér. Einhver gagnrýnir þig en þér er slétt sama. Þú veist hver þú ert og hvert þú ætlar.