Sigfús með 4 mörk fyrir Magdeburg

*SIGFÚS Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið burstaði Wilhelmshavener, 34:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15, en í síðari hálfleik héldu lærisveinum Alfreðs Gíslasonar engin bönd og þeir hreinlega völtuðu yfir gesti sína. Stefan Kretzschmar var markahæstur hjá Magdeburg með 10 mörk. Gylfi Gylfason var ekki á markalista Wilhelmshavener.

*GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk, þar af eitt úr vítakasti, fyrir Essen sem vann góðan sigur á Göppingen, 31:20. Jasliesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen.

*MEISTARARNIR í Lemgo unnu öruggan sigur á Wetzlar á útivelli, 32:20. Gunnar Berg Viktorsson og Róbert Sighvatsson skoruðu 2 mörk hvor fyrir Wetzlar.

*EINAR Jónsson skoraði eitt mark þegar lið hans Wallau Massenheim tapaði 37:35 fyrir Flensburg í fyrrakvöld. Rúnar Sigtryggsson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Wallau.

*HELGI Kolviðsson lék allan leikinn fyrir Kärnten sem sigraði Admira Wacker, 2:0, í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.

*BRYNJAR Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Nottingham Forest í leiknum við Preston í ensku 1. deildinni í gærkvöld.

*FORRÁÐAMENN karlaliðs ÍR sem leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik leita nú að erlendum leikmanni í stað Nate Poindexter sem búið var að semja við í sumar. Bandaríkjamaðurinn átti að koma til landsins í fyrradag en kom ekki og útskýringar leikmannsins á fjarveru sinni voru á þeim nótunum að forráðamenn ÍR brugðu á það ráð að rifta samningnum við leikmanninn. Poindexter lék með Hamarsmönnum tímabilið 2001-2002 þar sem hann skoraði að meðaltali 25 stig í leik, tók 9 fráköst og gaf um 6 stoðsendingar í þeim 22 leikjum sem hann lék með liðinu.

*JÓHANNES Karl Guðjónsson og Ívar Ingimarsson léku báðir með varaliði Wolves sem gerði 3:3 jafntefli við Leeds í fyrrakvöld. Hvorugur náði að skora en fyrsta mark Úlfanna kom eftir að markvörður Leeds varði skalla Ívars en náði ekki að halda boltanum. Jóhannes Karl nældi sér hins vegar í gult spjald á 22. mínútu.

*EFTIR hálfsársdvöl hjá kínversku knattspyrnuliði er Paul Gascoigne kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna hvar hann hyggst leika með Al-Jazira næstu mánuði. Gascoigne segist vera í toppæfingu og hann hlakki til þess að spreyta sig á nýjum slóðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg