Stúlka frá Akranesi vann söngkeppni Samfés

Rakel Pálsdóttir. Myndin er tekin af vef Samfés.
Rakel Pálsdóttir. Myndin er tekin af vef Samfés.

Rakel Pálsdóttir, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals á Akranesi, var sigurvegarinn í söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardagshöllinni í gær. Alls tóku þátt 250 keppendur frá 62 félagsmiðstöðvum en á fjórða þúsund áhorfendur fylgdust með. Rakel söng lagið That's the way it is sem Celine Dion gerði frægt.

Í öðru sæti varð Katrina Mogensen, frá félagmiðstöðinni Þróttheimum í Reykjavík en hún sögn lagið Over með Portishead. Halldór Óli Gunnarsson frá félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi varð þriðji.

Félagsmiðstöðin Svítan í Þorlákshöfn þótti bjóða upp á besta atriðið, þá Sigþór Ása Þórðarson og Baldur Rafn Gissurarson sem sungu My heart will go on. Þeir Ari Bragi Kárason og Oddur Júlíusson frá félagsmiðstöðinni Frostaskjóli í Reykjavík þóttu vera með besta frumsamda lagið sem hét Psyshologically Mentally Hydrir. SMS lagið, sem áhorfendur völdu, var Þú ert mér allt, sem Árdís Rut Einarsdóttir, frá félagsmiðstöðin Ózon í Hólmavík flutti.

Bestu klappliðin þóttu koma frá félagsmiðstöðvunum Jemen Kópavogi og Vitanum Lækjó í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson